Auglýsing

Þrýstingur eykst og kvikan aldrei verið jafn mikil og nú undir Svartsengi

Skjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina sýnir áfram sömu merki og sáust dagana fyrir eldgosið sem hófst 29. maí. Tveir skjálftar yfir 2 að stærð mældust í fyrrinótt og hafa alls sex skjálftar yfir tveimur mælst síðustu viku.

Skjálftavirknin er merki þess að þrýstingur heldur áfram að vaxa á svæðinu vegna kvikusöfnunar undir Svartsengi segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Þróun í kvikusöfnun og landrisi hefur verið óbreytt síðustu daga. Líkanreikningar sýna að heildarrúmmál kviku undir Svartsengi er nú meira en það hefur verið fyrir síðustu atburði.

Áfram eru því taldar miklar líkur á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni hvenær sem er.

Hættumat og sviðsmyndir eru áfram óbreyttar.

Kortið sýnir mat á hættu sem er til staðar og hættu sem gæti skapast með litlum fyrirvara. Eingöngu er lagt mat á hættu innan þessara svæða, en hætta getur leynst utan þeirra. Litur svæða endurspeglar heildarhættu innan þeirra. Sú hætta sem metin er hærri en önnur innan svæða, er feitletruð í listanum á kortinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing