Auglýsing

Þurftu að aflífa hest sem fótbrotnaði illa eftir að leikmynd úr Fast 8 fauk inn í girðingu

Af­lífa þurfti hest­inn Júpíter eft­ir að hann fót­brotnaði illa í Mý­vatns­sveit um helgina. Leik­mynd úr kvik­mynd­inni Fast 8 fauk inn í girðingu með þeim af­leiðing­um að Júpíter og ann­ar hest­ur tryllt­ust. Þeir hlupu stjórn­laust út í Búr­fells­hraun þar sem Júpíter fótbrotnaði svo illa að það þurfti að aflífa hann á staðnum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Morgunblaðið greinir frá því að hinn hest­ur­inn sé slasaður og að leik­mynd­in sem fældi hest­ana hafi verið eft­ir­mynd af ís­jaka.

Vonskuveður var í Mý­vatns­sveit um helg­ina. Leik­mynd­ kvik­mynd­ar­inn­ar fauk víða um Mývatnssveit samkvæmt Morgunblaðinu. Í blaðinu kemur fram að hætta hafi skapast í sleðahunda­keppni þegar leik­mynd fauk ná­lægt hund­um og far­ar­tækj­um.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing