Auglýsing

Þúsund manns fylgdust með Vésteini skríða í skólann: „Hugsa að ég fái að sleppa íþróttum í dag“

Mörg hundruð manns fylgdust með Vésteini Erni Péturssyni, nemanda í Verslunarskóla Íslands, skríða í skólann í beinni útsendingu í morgun. Hóf hann för sína í Kópavogi og þegar hann skilaði sér í skólann nú rétt rúmlega hálf ellefu tóku nemendur skólans fagnandi á móti honum.

Núna stendur yfir árleg góðgerðavika skólans þar sem nemendur safna áheitum fyrir góð málefni. Að þessu sinni munu nemendur styrkja börn á flótta í Sýrlandi og ákvað Vésteinn að leggja sitt af mörkum með því að skríða í skólann.

„Ég er léttur á því. Er pínu illt í öxlunum annars góður,“ segir Vésteinn í samtali við Nútímann.

Ef ég fer niður á hnén, þá finn ég fyrir þeim.

Hann segir ferðina hafa gengið upp og ofan og komst hann einu sinni í þann krappann. „Það var næstum búið að hjóla á mig, það var bara misskilningur. Annars gekk þetta ágætlega og ég hélt góðu tempói,“ segir Vésteinn.

Hann segir brekkuna upp frá Fossvogsdalnum ekki hafa verið erfiðasta kaflann, heldur hafi reynst erfiðara að skríða niður á móti.

Vinur Vésteins tók ferðina upp í gegnum LiveFeed á Facebook og því gátu þeir sem vildu fylgst með honum. Þegar hann var á lokasprettinum voru fleiri en 1.100 manns að fylgjast með honum í beinni. Sjáðu alla ferðina hér fyrir neðan. 

Vésteinn segir að sumir sem þeir mættu á leiðinni hafi verið frekar hissa en þegar leið á var greinilegt að einhverjir hefðu frétt af uppátækinu. Fólk veifaði Vésteini og grunnskólanemar gerðu sér ferð til að koma og horfa á hann.

Þegar Nútíminn ræddi við Véstein var hann á leiðinni í sturtu og síðan í tíma. „Ég hugsa samt að ég fái að sleppa íþróttum í dag,“ segir hann.

Hér er hægt að heita á Véstein: 
Kennitala: 441079-0609
Reikningsnúmer: 515-14-106760

Aur appið: 1237896262

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing