Auglýsing

Þúsundir gengu undir merkjum #MeToo í Los Angeles

Nokkur þúsund manns gengu fylktu liði til stuðnings fórnarlömbum kynferðisofbeldis í Los Angeles í gær, undir merkjum myllumerkisins #MeToo. Gangan hófst fyrir framan Dolby-leikhúsið í Hollywood þar sem Óskarsverðlaunahátíð er jafnan haldin.

Tarana Burke, ein af skipuleggjendum göngunnar, sagði í samtali við The Guardian að fyrir hvern Harvey Weinstein væru hundrað menn í hverfinu að gera nákvæmlega það sama og hann. Burke vísar þar í kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein sem sakaður hefur verið um kynferðislega áreitni gegn tugum kvenna.

Ein þeirra sem tók þátt í göngunni er Nancy Allen, 52 ára kona, sem búsett er í Los Angeles. Hún hélt á skilti sem á stóð: „Ég var sjö ára.“ Allen segir í viðtali við The Guardian að nauðsynlegt sé að rjúfa þögnina. „Við höfum verið hljóðlát of lengi. Margir hafa byrgt þetta inn í mörg ár.“

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing