Auglýsing

Þúsundir styðja Helga Magnús vararíkissaksóknara: Æskuvini blöskrar framkoman í garð hans

Á Ísland.is má finna undirskriftarsöfnun þar sem skorað er á dómsmálaráðherra að að hafna erindi Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara um að veita Helga Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknara lausn um stundarsakir. Á tæplega tólf klukkustundum hafa yfir fjögur þúsund manns skráð nafn sitt við söfnunina en framkvæmdastjórinn Björn Davíðsson er ábyrðarmaður hennar.

Björn segir í færslu á Facebook-síðu sinni að honum blöskri hvernig embættismenn eins og ríkissaksóknari virðast geta beitt þöggun með valdi.

„Það eru kannski ekki allir sammála um hvernig menn tjá sig um opinber eða persónuleg málefni eins og bernskuvinur minn Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefur gert og sætir nú ódrengilegri framkomu vinnufélaga síns til margra ára,“ skrifar Björn og hvetur alla til að sýna óánægju sína í verki með því að taka þátt í söfnuninni.

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum, og Helgi Magnús einmitt sjálfur gert líka, þá var hinn ofbeldisfulli og óútreiknanlegi glæpamamaður Mohamad Kourani með vararíkissaksóknarann og fjölskyldu hans á heilanum – vægt til orða tekið. Algjört umsátursástand ríkti á heimili Helga Magnúsar og óttaðist hann um öryggi fjölskyldu sinnar sem aldrei opnaði útidyrahurðina á heimili þeirra öðruvísi en að skoða öryggismyndavélarnar fyrst. Hann ræddi Kourani og hótanir glæpamannsins gegn sér og fjölskyldu sinni opinberlega og má segja að það hafi verið kveikjan að þessu öllu saman.

Ríkissaksóknari vill meina að ummæli hans um útlendinga og hinsegin fólk séu einnig til þess fallinn að Helga Magnúsi sé ekki stætt í starfi.

Hér er undirskriftalistinn til stuðnings Helga Magnúsi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing