Auglýsing

Tímaritið Glamour setur Bono á lista yfir konur ársins

Tímaritið Glamour sætir nú harðri gagnrýni fyrir að setja Bono, söngvara U2, á árlegan lista sinn yfir konur ársins. Í tilkynningu frá tímaritinu kemur fram að hann sé fyrsti karlinn sem kemst á listann vegna baráttu sinnar fyrir jafnrétti kynjanna.

Sjá einnig: Gummi Ben í beinni: Bono!

Í umfjöllun um málið á vef BBC kemur fram að Bono telji sig ekki eiga heiðurinn skilinn. „En baráttan fyrir jafnrétti endar ekki með sigri án þess að karlar leiði hana með konum,“ sagði hann.

Karlar eru af stórum hluta ábyrgir fyrir vandanum og þurfa því að taka þátt í að finna lausnirnar.

Bono er á listanum ásamt söngkonunni Gwen Stefani, leikkonunni Zendaya og fimleikakonunni Simone Biles og fleiri konum.

Ákvörðun tímaritsins hefur verið harðlega gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Á Twitter segir Stephanie Peat kaldhæðnislega að valið sé skiljanlegt, enda aðeins úr 3,7 milljörðum kvenna að velja.

Cindi Leive, ritstjóri Glamour, segir á vef BBC að þau hafi lengi talað um að vera með karl á listanum án þess að láta verða að því. „Það eru svo margir karlar að gera frábæra hluti fyrir konur þessa dagana,“ segir hún. „Sumir karlar ná þessu og Bono er einn af þeim.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing