Tónlistarmaðurinn og leikarinn Justin Timberlake kom fram í Kórnum í Kópavogi í gær. Um 17 þúsund manns mættu á tónleikana sem Sena skipulagði. Tónleikarnir tókust gríðarlega vel og tala margir um að aldrei hafi verið gert betur hér á landi.
Mikla athygli vakti að Timberlake ávarpaði Reykjavík allt kvöldið.
Ég sagði honum að segja þetta. https://t.co/vjb5Lcf8BV
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) August 25, 2014
Pínu vandræðalegt fyrir Kópavog að enginn skuli hafa sagt JT að hann væri þar. #HelloReykjavik #JTKorinn
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) August 24, 2014
Er hann í Kópavogi en ekki Reykjavík? #crymeariver #JTKorinn — Guðmundur Karl (@dullari) August 24, 2014
JT er augljóslega stuðningsmaður sameiningar sveitarfélaga á höfuðbsvæðinu. #whatsupReykjavik #JTKorinn
— Heiða Kristín (@heidabest) August 24, 2014
Hey @jtimberlake I know you probably want to be in Reykjavík right now but you’re in Kópavogur City… #JTkorinn #bömmer — Aldís Mjöll (@AldisMjoll) August 24, 2014
Fyrst var ég að pæla í að þetta væri í Kópavogi, en ég er eiginlega kominn á þá skoðun að Kórinn sé núna í Reykjavík. #JTKorinn
— Pétur Rúnar Guðnason (@perunar) August 24, 2014
Gleymdist að segja Justin að hann er í Kópavogi en ekki Reykjavík? #JTKorinn — Áslaug Ýr Þórsdóttir (@slaugan) August 24, 2014
#JTKorinn taggið er snilld, helmingur af tístunum frá Kópavogsbúum með minnimáttarkennd! 😀
— Eyjólfur Garðarsson (@EyjolfurGardars) August 24, 2014
Annars voru tónleikagestir og þau sem horfðu á beina útsendingu á vef Yahoo dugleg við að nota kassamerkið #JTKorinn og myndirnar flæddu inn á Instagram og Twitter allt kvöldið: