Auglýsing

Tinder fyrir ríka og fallega fólkið

Ertu rík og falleg kona? Eða myndarlegur erfingi kannski? Þá gæti Luxy appið verið eitthvað fyrir þig.

Luxy appið er frá fólkinu á bakvið vefsíðuna Millionaire Match. Það lofar að appið „sé eins og Tinder nema án fátæka fólksins“.

Á vefsíðu Luxy kemur fram að skráðir notendur appsins séu forstjórar, frumkvöðlar, fjárfestar, milljónamæringar, fegurðardrottningar, líkamsræktarfyrirsætur, Hollywood-stjörnur, atvinnumenn í íþróttum, læknar og lögmenn.

Eins og í Tinder þá er aðeins hægt að senda skilaboð til þeirra sem hafa líkað við þig. Þegar maður stofnar reikning á Luxy velur maður uppáhaldsvörumerki sem birtast á prófílnum. Á meðal vörumerkja sem hægt er að velja eru BMW, Rolex og Louis Vuitton.

Appið er bæði fáanlegt fyrir Android og iOS.

Og fólkið á bakvið Luxy virðist algjörlega óforskammað í nálgun sinni. Vefsíðan Engadget greinir frá því að blaðamenn hafi fengið eftirfarandi skilaboð:

Hvað ef þú gætir þurrkað út allt fátæka og ljóta fólkið eins og slæmt „Tinder Match“?

Já, hvað ef?

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing