Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson var eins og flestir Íslendingar afar ánægður með sigur okkar manna gegn Tyrkjum í gær og ákvað í kjölfarið að setja smá grín á Twitter. Hjálmar birti mynd af gríðarstórum fána sem Tyrkir flögguðu fyrir leik og sagði: „Next time bring a bigger flag.“
Tístið fór eins og eldur í sinu um Twitter og hlaut gríðarlega athygli en það voru ekki allir ánægðir með Hjálmar.
Next time bring a bigger flag ??#TURISL pic.twitter.com/zD9qBn9vPI
— Hjálmar Örn Jóhannsson (@hjammi) October 6, 2017
Hann fékk í kjölfarið skilaboð frá reiðum Tyrkjum en þar í landi er þjóðfáninn afar heilagur. Hjálmar var mjög hissa í morgun þegar hann vaknaði og sá viðbrögðin. „Ég var alls ekki hræddur en það var smá sjokk að vakna í morgun,“ segir Hjálmar í samtali við Nútímann.
Einn notandi sem kallar sig, XXXI. ENDER sagði t.d „Hahahajajaha ananı sikim orospu çocuğu,“ sem þýðir, samkvæmt lauslegri þýðingu, „Hahahajajaha mother fucking son of a bitch“
Hahahajajaha ananı sikim orospu çocuğu
— XXXIII. ENDER (@1var1yokk) October 7, 2017
Annar notandi, sagði, „bizi millete rezil ettiniz andavallilar,“ sem þýðir, „Þú hefur smánað þjóðina, fuck off“
bizi millete rezil ettiniz andavallilar.
— nedenbiz?? (@nedenbizcicegim) October 7, 2017