Útvarpsmaðurinn Máni Pétursson, annar stjórnenda Harmageddon á X977, hafði ekki mikla trú á að margir myndu horfa á brekkusönginn á Þjóðhátíð í Eyjum í beinni útsendingu.
Ef það eru fleiri en 100 manns að horfa a brekkusöng i beinni a bravo. Skal eg syngja þjoðhatiðarlagið hans Nonna Nonn i beinni
— Máni Pétursson (@Manipeturs) August 3, 2014
Samkvæmt forsvarsmönnum sjónvarpsstöðvarinnar Bravó horfðu fleiri en 100 manns á brekkusönginn í beinni. Máni var því fenginn til að standa við orð sín í sjónvarpsþættinum Áttan með skelfilegum afleiðingum. Smellið hér til að horfa.