Eins og notendur Twitter hafa tekið hefur hefur verið gerð róttæk breyting á miðlinum. Nú geta notendur gert 280 stafabila tíst í stað 140 stafabilanna sem áður þekktist. Tístin eru því að verða tvöfalt lengri og breytingin hefur farið misvel í fólk.
Íslenska Twitter-samfélagið lá ekki á skoðunum sínum og var fljótt að tjá sig um málið. Nútíminn tók saman nokkur misgóð tíst.
„Pabbi snúðu við þú ert að fara vitlausa leið“
https://twitter.com/AlexanderAronG/status/928031631813816320
Hér má sjá afleiðingarnar
ég kláraði að lesa 1984 9. nóvember fyrir ári en bróðir minn á einmitt afmæli 9. nóvember 1984 og múrinn féll 9. nóvember 1989 og bókin er gefin út 8. júní 1949 og ég er fædd 8. júní 1991 og þetta er það sem 280 stafbil eru fyrir, eitthvað kjaftæði.
— Heiður Anna (@heiduranna) November 9, 2017
Kjartan Hreinn er ekki sáttur…
Á einhver script sem auto-unfollowar fólk sem póstar rusl-280 stafa færslum?
— Kjartan Hreinn (@kjartanhn) November 8, 2017
Þóra ætlar að nýta tækifærið vel…
Nú er ég komin með 280 stafabil þannig ég ætla að skrifa tweet sem notar 280 stafabil bara til að skrifa tweet sem notar 280 stafabil. Ég hef svo sem ekkert að segja en maður verður að nýta svona tækifæri vel! Þetta er kannski ekki rosa merkilegt tweet en þetta eru 280 stafabil!!
— Þóra Sif Guðmunds ? (@thorasifg) November 7, 2017
Get a life!
Tengi svo lítið við þetta 140/280 Twitter crisis.
Ef lífið þitt er að hrynja við einhver aukastafabil á samskiptamiðli you need a life.— Sura Þína (@ThuraStina) November 8, 2017
R.I.P Twitter
https://twitter.com/HrannarEmm/status/928300011175206913
Við bíðum spennt….
Þegar ég fæ 280 ætla ég að að endurútgefa öll tweetin mín með directors commentary
— Sigurður Rúnar (@SigRunars) November 7, 2017
Guð blessi Ísland
Pælið aðeins í því að í næstu kosningabaráttu verða allir á twitter með 280 stafabil.
— Hildur Karen (@HildurKarenSv) November 8, 2017
Vaðlaheiðarvegavinnuverkfærageymsluskúraútidyralyklakippuhringur = Vaðlaheiði (place name) – road – construction – tools – storage – shed – front – door – keychain – ring.
It fits in one tweet now! ?
#280 #WordOfTheDay #language pic.twitter.com/5pjnaXbBTd
— Icelandic Words (@ModernIcelandic) November 8, 2017
Til hamingju Ísland
Vel gert. Þið hafið nær öll sýnt fram á að ykkur er ekki treystandi fyrir 280 stafabilum ????❤️??????☺️?????????????????????????????????????????????☹️?????????????????????????????????
— Hans Orri (@hanshatign) November 7, 2017
Rétt metið Árni!
Skemmtilega fólkið er alveg jafn skemmtilegt sama hvort það er með 140 eða 280 stafi. Leiðinlega fólkið er alveg jafn leiðinlegt sama hvort það er með 140 eða 280 stafi.
— Árni Torfason (@arnitorfa) November 8, 2017