Auglýsing

Tíu gullmolar Gumma Ben úr leik Íslands og Englands: „KING RAGGI! KING RAGGI!“

Strákarnir okkar hafa farið á kostum innan vallar á EM í fótbolta í Frakklandi en Guðmundur Benediktsson hefur farið á kostum utan vallar. Ástríða hans hefur vakið heimsathyglo og hann hefur nú verið tvisvar tekinn fyrir í spjallþætti Stephen Colbert á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS.

Á Facebook gengur nú manna á milli samantekt af helstu gullmolum Gumma úr leiknum á móti Englandi en þar fór hann algjörlega á kostum. Sá eða sú sem á heiðurinn á samantektinni hefur ekki fundist en viðkomandi má hafa samband svo við getum komið nafninu að.

Uppfært: Nú hefur komið í ljós að þessi samantekt var hreint ekki flökkufærsla á Facebook, heldur samantekt mbl.is. Nútíminn stal því í hita leiksins efni frá vinsælasta vefsvæði landsins. Það var samt óvart og við biðjum blaðamann mbl.is afsökunar. Loks hvetjum við alla til að lesa frekar samantektina þar sem hún á heima.

 

1. Þegar hann fagnaði marki Ragga með viðeig­andi kalli á tungu keppi­naut­anna

„KING RAGGI! KING RAGGI!“

2. Þegar hann gerðist ljóðrænn

16mlck

„Ragn­ar rís eins klett­ur úr haf­inu.“

3. Þegar hann sagði hann áhorf­end­um sann­leik­ann

16ml3f

„Fyr­ir ykk­ur sem voruð að koma að skján­um…. þið eruð búin að missa hell­ing úr líf­inu.“

4. Þegar Birk­ir Bjarna kom sér úr erfiðri stöðu fann hann þjóðlega lík­ingu

16ml9j

„Hann býr bara til hagnað… eins og banka­menn­irn­ir í gamla daga!“

5. Þegar hann leitaði í trúna

16mlai

„Ef guð er Íslend­ing­ur þá verður ekki skorað meira í þess­um leik…. og ég held rödd­inni.“

6. Þegar hann óskaði sér

16mlbf

„Ef ég ætti eina ósk þá yrði það að upp­bót­ar­tími yrði bannaður. Bannaður!“

7. Þegar hann benti á gott upp­eldi Emma

16mldo

„Mamma hans er flug­freyja og það er farið eft­ir regl­um þar á bæ!“

8. Þegar hann laug

16ml52

„Ég er gjör­sam­lega, gjör­sam­lega hlut­laus.“

9. Þegar hann fagnaði í lok leiks (hástafir nauðsynlegir)

16ml79

„ÞETTA ER BÚIÐ, ÞETTA ER BÚIÐ! VIÐ ERUM KOMN­IR TIL PARÍSAR! VIÐ ERUM ALDREI AÐ FARA HEIM!“

10. Og þegar hann fór eiginlega yfir strikið í hita leiksins

16mlec

„Þið getið farið heim, þið getið farið úr Evrópu, þið getið farið bara hvert sem þið viljið.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing