Auglýsing

Tobba Marínós fór á kostum þegar hún ræddi meðgöngu og fæðingar í Íslandi í dag: „Heimurinn er lygasjúkur“

Fjölmiðlakonan Þorbjörg Marinósdóttir eða Tobba Marínós eins og hún er jafnan kölluð ræddi við Sindra Sindrason um meðgöngu og fæðingar í Íslandi í dag á Stöð2 í gærkvöldi. Þar sagði Tobba meðal annars að allt sem hún hafði heyrt um fæðingar væri haugalygi. Sjáðu viðtalið hér að neðan.

Tobba eignaðist nýlega sitt annað barn með unnusta sínum, Karli Sigurðssyni. Hún sagði að það væri hræðilega vont og erfitt að eignast barn, ólíkt því sem margir halda fram. „Ég er bara svo fegin að hún sé fædd og þetta sé búið og allt saman yfirstaðið. Ég komst að því að heimurinn er lygasjúkur af því að það er alltaf verið að segja að þú gleymir þessu strax þegar þú ert komin með barnið, það er kjaftæði þú gleymir engu og það er hræðilegt vont og erfitt að eignast barn,“ sagði Tobba.

Ég horfði bara ofan í baðið og varð svo sorgmædd yfir því að það væri ekki nægilega mikið vatn í baðinu til að ég geti drekkt mér. Það var það eina sem ég gat hugsað

Í viðtalinu ræddi hún einnig mikilvægi þess að gefa mæðrum svigrúm fyrstu dagana. „Maður verður bara að hugsa um sjálfan sig. Fólk gerir sér ekki grein fyrir þessu því það ætlar bara rétt að fá að kíkja. Þú ert að fara hella upp á kaffi og gefa fólki,“ sagði hún.

Sjáðu magnað viðtal Sindra við Tobbu Marínós hér að neðan

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing