Flest höfum við á einhverjum tímapunkti heyrt eða sungið Aravísur. Í laginu spyr hann Ari litli misflókinna spurninga sem ei auðvelt er að svara, samkvæmt texta lagsins.
Kvikmyndagerðarmaðurinn Jóhannes Tryggvason tók að sér það þjóðþrifaverk að svara spurningum Ara í eitt skipti fyrir öll. Hann birti svörin á Twitter og Nútíminn má til með að birta svörin, ásamt spurningum Ara.
- Mamma af hverju er himininn blár?
- Sendir Guð okkur jólin?
- Hve gömul er sólin?
- Pabbi, því hafa hundarnir hár?
- Hvar er sólin um nætur?
Svörin við Aravísum. Þakkið mér seinna.
1. Nitur- og súrefnissameindir tvístra bláu ljósi frá sólinni meira en ljósi af öðrum bylgjulengdum
2. Nei
3. 4.603 milljarða ára
4. Til að halda þeim heitum
5. Hinum megin við jörðina
[1/3]— ᴊóʜᴀɴɴᴇs ᴛʀʏɢɢᴠᴀsᴏɴ (@josi_josi_josi) May 6, 2018
Og Jóhannes hélt áfram
- Því er sykurinn sætur?
- Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
- Hvar er heimsendir amma?
- Hvað er eilífðin, mamma?
- Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
6. Glúkósi og frúktósi innihalda OH-hópa sem tengjast sætuskynjurum á tungunni
7. Maðurinn
8. Hvergi
9. Óendanlegur tími
10. Testósterón sem fullorðnir karlmenn framleiða hefur áhrif á hársekki í andliti
[2/3]— ᴊóʜᴀɴɴᴇs ᴛʀʏɢɢᴠᴀsᴏɴ (@josi_josi_josi) May 6, 2018
Og kláraði að sjálfsögðu dæmið
- Því er afi svo feitur?
- Því er eldurinn heitur?
- Því eiga ekki hanarnir egg?
11. Hann hefur innbyrt fleiri hitaeiningar en hefur brennt miðað efnaskipti sín
12. Hann er útvermið efnahvarf sem losar orku í formi hita.
13. Við kynjaða æxlun framleiðir aðeins annað kynið eggfrumur
[3/3]— ᴊóʜᴀɴɴᴇs ᴛʀʏɢɢᴠᴀsᴏɴ (@josi_josi_josi) May 6, 2018
Takk, Jóhannes!