Ljósmyndarinn Axel Rafn Benediktsson birti í gær myndband sem hann tók úr Hvalfjarðargöngunum. Á myndbandinu sem sjá má hér að neðan má sjá bíl taka fram úr honum á ofsahraða.
Fyrst var greint frá málinu á vef Skagafrétta en Axel hlóð myndbandinu upp á Youtube auk þess að deila því að samfélagsmiðlum.
„Þetta átti sér stað í göngunum áðan, hélt ég myndi skíta á mig mér brá svo. Svona á alls ekki að aka, sérstaklega í göngum. Það þarf svo lítið til að það verði hrikalegt slys þarna. Einn bíll getur grandað fleirum en bara sjálfum sér,“ skrifar Axel Rafn.