Tökur á sjónvarpsþættinum Asíski draumurinn hefjast í lok janúar. Þátturinn er framhald af Ameríska draumnum og Evrópska draumnum sem sýndir voru á Stöð 2 árin 2010 og 2012.
Auðunn Blöndal sagði frá Asíska draumnum á Twitter í dag
Gleðilegt ár elsku vinir! 2017 er ekki bara okkar ár heldur ár hanans í Kína. Fögnum því með Asíska Draumnum sem fer í tökur lok janúar ?
— Auðunn Blöndal (@Auddib) January 1, 2017
Í Ameríska draumnum leystu Auðunn Blöndal og Egill Gillz annars vegar og Sveppi og Villi hins vegar ýmsar þrautir á meðan þeir ferðuðust um Bandaríkin.
Í framhaldinu, Evrópska draumnum, var Steindi orðinn liðsfélagi Audda og Pétur Jóhann liðsfélagi Sveppa. Þeir ferðustu vítt og breytt um Evrópu og leystu þrautir.
Auddi og Steindi fóru meðal annars í fallhlífarstökk í Evrópska draumnum
Nútíminn hefur heimildir fyrir því að unnið sé að því að koma Sveppa og Pétri í svokallað Human Tetris í Japan. Það lítur svona út:
Áætlað er að sýna Asíska drauminn á Stöð 2 í vor.