Tökur á kvikmyndinni Mihkel, sem byggð er á líkfundarmálinu í Neskaupsstað árið 2004, hefjast næsta mánudag, 14. nóvember.
Sagan fjallar um Mihkel og Veru, kærustu hans, sem dreymir um að flytja frá Eistlandi til Íslands. Óvæntir atburðir gerast sem hafa afdrifaríkar afleiðingar og enda með því að Mihkel er svikin af sínum besta og elsta vini.
Myndin verður að mestu tekin upp í Reykjavík en einnig eru fjórir tökudagar á Austfjörðum. Myndin verður frumsýnd haustið 2017.
61 pakkning af amfetamíni stíflaði mjógirni Litháns Vaidas Jucevicius
Grétar Sigurðarson, Jónas Ingi Ragnarsson og Thomas Malakauskas voru allir dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir þátt sinn í líkfundarmálinu. Þeir voru sakfelldir fyrir brot á lögum um ávana- og fíkniefni, brot vegna lífi og líkama og fyrir ósæmilega meðferð á líki, með því að hafa í ágóðaskyni, staðið að innflutningi á amfetamíni hingað til lands.
Litháinn Vaidas Jucevicius flutti 223,67 gr af afmetamíni til landsins innvortis. Lík hans fannst í höfninni í Neskaupsstað í febrúar árið 2005 en þar höfðu þeir Grétar, Jónas Ingi og Thomas komið því fyrir.
Jucevicius flutti efnið til landsins í 61 pakkningu innvortis í líkama sínum, en veikst daginn eftir komu sína vegna stíflu í mjógirni af völdum pakkninganna.
Létu Grétar, Jónas Ingi og Malakauskas farast fyrir að koma Jucevicius til hjálpar og lést hann þremur dögum síðar. Fluttu þeir lík hans til Neskaupstaðar og sökktu því þar í sjó.
Aðalleikarar myndarinnar eru Paaru Oja (Frá Eistlandi ) sem fer með hlutverk Mihkels, Kasper Velberg (Frá Eistlandi) sem fer með hlutverk Igors, Atli Rafn Sigurðarson sem fer með hlutverk Jóhanns og Tómas Lemarquis sem fer með hlutverk Bóbós.
Ari Alexander Ergis Magnússon er handritshöfundur og leikstýrir myndinni.
Framleiðendur myndarinnar eru Friðrik Þór Friðriksson, Kristinn Þórðarsson (Truenorth) og Leifur B. Dagfinnsson (Truenorth).
Meðframleiðendur eru Evelin Soosaar-Penttilä frá Eistlandi, Egil Ødegård frá Noregi