KR tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta annað árið í röð í kvöld með sigri á Tindastóli á Sauðárkróki. KR vann einvígið 3-1 en rimman var á köflum stórskemmtileg, þó leikirnir í Vesturbænum hafi verið ójafnir.
Spilaði þar inn í fjarvera Bandaríkjamannsins Myron Dempsey, leikmanni Tindastóls, sem meiddist rétt áður en úrslitakeppnin hófst og sneri ekki aftur fyrr en í fjórða leik.
Svali Björgvinsson er sérstakur körfuboltasérfræðingur Stöðvar 2 sport og var íþróttafréttamönnum stöðvarinnar innan handar í úrslitakeppninni.
Lýsingar hans á leikjunum eru oft á tíðum stórkostlegar og notendur Twitter hafa haldið utan um bestu ummælin með kassamerkinu #Svalavaktin.
Nútíminn tók saman tólf bestu ummælin af Svalavaktinni í úrslitakeppninni. Athugið að öll ummælin féllu í hita leiksins, sem gerir þau ennþá betri.
12.
https://twitter.com/HaukurHardarson/status/588428048258768897
11.
"Full mikið krydd á þessum pulsum" #Svalavaktin
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) April 15, 2015
10.
"Hann stoppaði ekki einu sinni í Staðarskála gæinn!!" #Svalavaktin
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) April 26, 2015
9.
"Við vorum sköpuð með olnboga, um að gera að nota þá aðeins" #svalavaktin
— ?????? Ö?? (@snorriorn) April 29, 2015
8.
https://twitter.com/ElinLara13/status/593511178761998336
7.
"Maðurinn er með einhvern samning við spjaldið" #Svalavaktin
— ?????? Ö?? (@snorriorn) April 29, 2015
6.
"Þessi gæji á að vera í lúðrasveitinni! Hann á að leiða skrúðgöngur um allan bæ" #Svalavaktin
— Arnþór Ari Atlason (@Arnthoratla) April 26, 2015
5.
Ef þú ert að leika þér með majones fyrir leikinn þá verða hendurnar sveittar og blautar #svalavaktin #korfubolti
— Maggi Peran (@maggiperan) April 23, 2015
4.
"Þessi vörn er bara eins og bilað sjónvarp, þú reynir að hækka en það gerist ekkert" #svalavaktin
— Þórður (@doddeh) April 20, 2015
3.
"Þeir eru bara eins og maðkar í höndunum á veiðimanni!" #svalavaktin
— Birkir Vilhjálmsson (@birkirhrafn) April 29, 2015
2.
Þú ferð ekki í blómabúð eftir lögfræðiaðstoð #svalavaktin
— Magnús Haukur (@Maggihodd) April 29, 2015
1.
"Sjálfstraust er eins og beikon, þú villt alltaf fá það og um leið og þú færð það þá viltu meira" #Svalavaktin
— Runar M Sigurjonsson (@RunarSigurjons) April 26, 2015