Vika furðulegrar veðráttu á enda. Allt í einu snjóaði. Svo kom sól. Svo snjóaði aftur og svo kom aftur sól. Svo kom rigning. Rok. Sól. Snjór. Og svo endurtók þetta sig allt saman.
Eitt stóð samt óhaggað: Twitter. Nútíminn tók saman það fyndnasta sem átti sér stað á þessum trausta samfélagsmiðli í vikunni.
Og við byrjum á veðrinu
Það er eins og veturinn og sumarið séu í slag.
— Aron Leví Beck (@aron_beck) May 3, 2018
Dagdrykkjuleikurinn minn, skot fyrir hagl, sopi fyrir sól er ekki að faafr neitr sérstk,le veeeee
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) May 4, 2018
Já, ókei. Og hvar fæ ég það sem þú kallar: „bakaða kartöflu“?
Þetta er bökuð kartafla. Þú fékkst bakaða kartöflu. pic.twitter.com/87fTLuzFDa
— Guðrún Andrea (@grullubangsi) May 2, 2018
????????????
takk f mig segi ég nú bara pic.twitter.com/Z08NLlAZDU
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) May 4, 2018
Ekki reyna þetta
Þoli ekki þegar strákar gera eitthvað bare minimum (t.d. elda kjúklingarétt, skipta um rúmföt..) og reyna að fiska hrós hjá mér fyrir það. Sorry félagi en þetta er ekki impressive nema þú sért yngri en 12 ára.
— Dagmar Helga (@daghein) April 30, 2018
Einn frábæran mánuð!
Námsmaður? Sumarfrí?
Þú meinar óhófleg vinna allt sumarið um leið og skólinn klárast svo að þú getir lifað eins og rómverskur konungur í einn mánuð eftir sumarið, þjást svo það sem eftir lifir vetrar og endurtekið leikinn.
— Andri Geir Jónasson (@Aggi700) May 2, 2018
????????????
https://twitter.com/DNADORI/status/992784695422275591
*ég að mæta í world class og skanna augun*
augnskanni: "hahah neei sæll og blessaður herra aumingi! er kallinn bara að byrja í enn einu átakinu? ég gef þér svona viku max áður en þú gefst upp eins og alltaf hahahah btw aðeins farið að þynnast hjá þér en jæja skottastu inn drasl"
— Tómas (@tommisteindors) May 5, 2018
þegar þú ert að reyna að selja íbúð en íslendingar eru fucking weirdos pic.twitter.com/T9zoa13wsf
— Berglind Festival (@ergblind) May 4, 2018
Lögreglumenn á Íslandi mættu vera meira proactive í að uppræta hjólaþjófnaði. Setja upp hjólagildrur (ólæst hjól) út um allan bæ, bíða bakvið runna þar til þjófurinn kemur og veiða hann svo í net (hægt að nota háf). Ekki flókið.
— Bryndis Alexanders (@bryndis1980) May 4, 2018
Bíddu …
34 ára og bent á að kryddhillur stórmarkaða væru í stafrófsröð. Mikill tími farinn í súginn og alvarleg naflaskoðun farinn í gang.
— Olgeir Pétursson (@ollipeters) May 2, 2018
Satt!
sorry en við sem þjóð – nei. við sem tegund eigum heiðdísi mua ekki skilið ?? pic.twitter.com/pXNEdA1J2W
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) April 29, 2018