Þvílík vika á Twitter. Tíst eftir tíst, allt fyndið. Vikan var óvenju góð að þessu sinni. Tístin hér fyrir neðan eru fyndin og eiga það sameiginlegt að hafa sópað að sér lækunum frá notendum Twitter. Umræðan um Eurovison var að sjálfsögðu fyrirferðamikil en nú er þeirri keppni lokið og hún verður ekki rædd hér.
Vindum okkur í þetta. Hér má sjá bestu tístin að mati dómnefndar Nútímans.
HM-hópurinn var valinn og Steinar stal þrumunni
Eg helt að Heimir væri reyndari enn svo að hann myndi klikka á að halda foreldrafund fyrir keppnisferð til útlanda. Serstaklega þegar ekki allir fa að fara með.
— Hafrún Kristjans (@HabbaKriss) May 11, 2018
Eina sem ég bið um er eiga tengdarpabba sem er jafn stoltur af mér og minni vinnu og Steinar er af Ögmundi
— Brynja Bjarnadóttir (@brynjabjarna) May 11, 2018
Fólk sló á létta strengi
1: Hæhæ ertu nokkuð með síga-
2: -rettu? Nei ég reyki ekki
1: -veiruna? Ertu nokkuð með zika-veiruna?— AGG (@arnorgg) May 10, 2018
Ég gefst upp!
Ég get bara alls ekki séð hverjir drekka Egils kristal.
Hinsvegar fer það engan veginn framhjá mér hverjir stunda Crossfit.
— Albert Ingason. (@Snjalli) May 10, 2018
Ég lifi eftir nokkrum prinsippum
1. pissa aldrei bakvið hurðar
2. kasta ekki grjóti ofan í skurð
3. kaupi aldrei popp og tyggjó niðri í bæ
4. skýt aldrei pabba með byssunni frá ömmu
5. skoða aldrei litla kalla— Hrafnhildur Agnarsdóttir (@Hreffie) May 12, 2018
Grínið hélt áfram
Matsatriði. pic.twitter.com/0KU2SSX8zF
— Guðmundur K. Jónsson (@gudmundur_kr) May 9, 2018
Þessi auglýsing vakti umtal
A: "Láttu eins og þú sért að tala í gúrkuna."
B: "Haha, nei það er fáránlegt."
A: "Haha, jú ég er aldrei að fara að nota þessa mynd."
B: "Halló…." pic.twitter.com/oB2f8vcBk3— Olgeir Pétursson (@ollipeters) May 8, 2018
HAHA!
[Fiskur við ritarann sinn] Hefur einhver hrygnt í dag?
— AGG (@arnorgg) May 6, 2018
https://twitter.com/tjutlinunin/status/993268322530746369
"Já hæ fyrst við erum að ríða þá geturðu amk lækað eitthvað hjá mér"
– Nútímavædda passive-aggressive týpan
— Rakel Lára (@jobberwhack) May 12, 2018
Fékk þessa mynd senda pic.twitter.com/7FRG8mmv05
— Siffi (@SiffiG) May 8, 2018
Svo gerðist þetta…
Ég fór allt í einu að hugsa hvort það gæti verið mögulegt að ég hafi skrifað síðustu c.a. 70 tvít með það í huga að ef þið lesið fyrsta orðið í hverju tvíti og haldið svo áfram niður þá myndi það setningu? ?? pic.twitter.com/IAuWrsJu5B
— Árni Torfason (@arnitorfa) May 9, 2018