Bandaríska stórverslunin Costco opnar í Kauptúni þriðjudaginn 23. maí næstkomandi. Ljóst er að verslunin mun hafa mikil áhrif á Íslandi og áhrifin eru þegar komin í ljós. Hagar, sem eiga Hagkaup og Bónus, keyptu til dæmis Olís á dögunum en lengi hefur verið ljóst að Costco ætli að bjóða upp á eldsneyti.
Costco selur bókstaflega allt milli himins og jarðar. Nútíminn skoðaði vef verslunarinnar í Bandaríkjunum og fann vörur sem við getum ekki annað en vonað að skili sér með til Íslands.