Auglýsing

Tólf svakalegar vörur úr Costco í Bandaríkjunum sem við vonum að fáist í Costco á Íslandi

Bandaríska stórverslunin Costco opnar í Kauptúni þriðjudaginn 23. maí næstkomandi. Ljóst er að verslunin mun hafa mikil áhrif á Íslandi og áhrifin eru þegar komin í ljós. Hagar, sem eiga Hagkaup og Bónus, keyptu til dæmis Olís á dögunum en lengi hefur verið ljóst að Costco ætli að bjóða upp á eldsneyti.

Costco selur bókstaflega allt milli himins og jarðar. Nútíminn skoðaði vef verslunarinnar í Bandaríkjunum og fann vörur sem við getum ekki annað en vonað að skili sér með til Íslands.

1. Til dæmis þetta gufubað sem ætti að vera til á hverju heimili

2. Þessi fljótandi eyja er líka eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara. Athugið að sex glasahaldarar eru á eyjunni

3. Við skiljum ekki alveg þetta líkamsræktartæki en það virðist vera mikið þarfaþing

4. Er nágranninn með heitan pott? Hvernig væri að slá honum við og setja sundlaug í garðinn?

5. Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera við þessar 600 vínflöskur sem fylla alla skápa hjá þér er lausnin komin

6. Þessi risavaxna útgáfa af Lily of the Valley eftir Marie Andree Leblond er einnig nauðsynleg í allar stofur

7. Hver hefur ekki látið sig dreyma um sælgætissjálfsala í stofuna? Nú getur draumurinn orðið að veruleika. Mundu bara að eiga nóg af klinki

8. Þessi baunapúði er svo sem ekkert svakalegur. Bara frekar fyndinn

9. Önnur leið til að sýna nágrönnunum hver ræður. Þetta í garðinn og enginn efast um þig aftur

10. Því einföld bjórdæla er ekki nóg. Þessi er tvöföld

11. Þegar þú ert komin/n með sundlaug í garðinn, fljótandi eyju, bjórdæli og ævintýraland fyrir börnin þarftu að geta vökvað gestina. Þessi kælir tekur allt að 130 dósir

12. Þegar allt þetta dót er komið heim er málið að slútta þessu með góðri trúlofun

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing