Stuðningsmannasveitin Tólfan og Strætó fóru í gær af stað með skemmtilegt verkefni sem miðar að því að heilmerkja sérstakan Stuðningsmannavagn tileinkaðan íslenska landsliðinu í fótbolta. Allir sem taka þátt í verkefninu fá mynd af sér á vagninn. Sjáðu kynningarmyndband fyrir verkefnið í hér að neðan.
Til að taka þátt í að hanna vagninn þurfa þátttakendur að skrá sig í gegnum Facebook inn á síðuni Heimsmeistaraverk.is. Þegar notendur skrá sig inn verður prófílmynd þeirra af Facebook sjálfkrafa vistuð og notuð í skreytingu vagnsins.
„Okkur hjá Strætó langaði til þess að skapa alvöru stemmingu í kringum strákana okkar og við vonum að sem flestir taki þátt og setji mark sitt á HM strætisvagninn,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, markaðs- og upplýsingafulltrúi í samtali við Fótbolta.net.
Hægt er að taka þátt í verkefninu út föstudaginn 1. júní og búast má við að Stuðningsmannavagninn verði tilbúinn og kominn á götuna nokkrum dögum síðar.
Það verða 11 strákar inn á vellinum á HM en saman þá myndum við tólfta manninn. Sýnum stuðning við strákana okkar með því að stökkva á Stuðningsmannavagn Strætó og Tólfunnar. Deildu prófílmyndinni þinni inn á www.heimsmeistaraverk.is og vertu hluti af mósaík verki Strætó ???
Posted by Strætó on Fimmtudagur, 24. maí 2018