Auglýsing

Töluðu framandi tungumál á meðan þeir rændu fötum ungra drengja: Handteknir fyrir utan Fjörðinn – MYNDBAND

Nokkrir ungir karlmenn voru handteknir fyrir utan Fjörðinn í Hafnarfirði síðastliðið mánudagskvöld. Samkvæmt heimildum Nútímans voru þeir af erlendu bergi brotnir og höfðu hótað ungum drengjum með hníf, skipuðu þeim að afklæða sig og stungu svo af með fötin þeirra.

Foreldrar ungu drengjanna sem lentu í þessum hópi manna fóru að leita af þeim og fyrir algjöra tilviljun kom faðir eins þeirra auga á mennina þar sem þeir stóðu og reyktu fyrir utan Fjörðinn í Hafnarfirði.

Hrósar lögreglu fyrir skjót viðbrögð

„Ég hringdi strax á lögregluna og ég verð bara að hrósa þeim fyrir að hafa komið jafn skjótt á vettvang og raun bar vitni. Það er eins og þeir hafi þekkt þennan hóp því þeir gengu strax til verks og handtóku þá,“ sagðir faðirinn sem ræddi við Nútímann í gærkvöldi.

Ungu drengjunum var töluvert brugðið enda höfðu þeir allir þurft að afklæða sig rétt hjá Víðistaðatúni á meðan að hópur karlmanna, sem var töluvert eldri en þeir, otuðu að þeim hníf og öskruðu á þá á tungumáli sem þeir skildu ekki. Einn þeirra glataði úlpunni sinni, annar skóm og sá þriðji bæði síma og úri.

Nútíminn birtir hér myndskeið af handtökum lögreglunnar fyrir utan Fjörðinn. Á þeim má sjá fjölmennt lið laganna varða sem, eins og faðir eins drengjanna kom að, brugðust skjótt við eftir að hringt var í Neyðarlínuna og tilkynnt um bæði ránið og hnífaburð þessa hóps manna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing