Auglýsing

Toni Morrison látin

Bandaríski rithöfundurinn Toni Morrison lést í dag, 88 ára gömul. Morrison var fyrsta svarta konan til að vinna Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Hún hlaut þau verðlaun árið 1993.

Morrison vann einnig Pulitzer-verðlaun og American Book Award árið 1988 fyrir bókina Beloved. Hún gaf út ellefu skáldsögur en sú fyrsta, The Bluest Eye, kom út árið 1970.

„Þrátt fyr­ir að það sé mik­ill miss­ir að hún sé lát­in erum við þakk­lát fyr­ir að hún átti langa og góða ævi,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu frá fjöl­skyldu henn­ar en Morrison hafði glímt við veikindi.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing