Breska blaðið The Indpendent hefur heimildir fyrir því að Richard Hammond og James May séu mjög nálægt því að hafna hundruð milljóna króna samningi við Breska ríkisútvarpið BBC um að halda áfram með bílaþáttinn Top Gear án Jeremy Clarkson.
Clarkson var sem kunnugt er sagt upp eftir honum lenti saman við einn af framleiðendum þáttanna.
Sjá einnig: Nýtt á Netflix í júní
Hammond og May höfðu lýst yfir að þeir myndu ekki halda áfram án Clarkson og heimildir Independent herma að þeim félögum hafi verið boðið að sameina krafta sína undir hatti afþreyingarrisans Netflix.
Samningurinn myndi færa þeim gríðarlegar upphæðir í aðra hönd og samkvæmt heimildarmanni Independent eru þeir afar spenntir fyrir því að fá fullkomna stjórn á efni þáttanna.
Sjá einnig: Þegar Ómar Ragnarsson hitti Jeremy Clarkson
BBC ku vilja halda áfram með Top Gear. Í stað Clarkson myndi nýr gestastjórnandi stýra hverjum þætti mð Hammond og May.
Hammond og May eru ekki spenntir fyrir hugmyndinni, samkvæmt frétt Independent.