Auglýsing

Topp 10: Íbúar Springfield sem mega deyja frekar en Krusty

Framleiðendur Simpsons-þáttanna hafa látið hafa eftir sér að íbúi Springfield munu ekki lifa næstu þáttaröð af. Samkvæmt nýjustu fréttum heitir þátturinn örlagaríki „Clown in the Dumps“ en þrátt fyrir það vill Al Jean, einn af framleiðendum þáttanna, ekki viðurkenna að trúðurinn ástkæri Krusty láti lífið.

Nútíminn tók saman lista yfir þau sem mega miklu frekar deyja en Krusty.

10. Sideshow Mel
Hefur aldrei fyllt skarðið sem nafni hans Bob skildi eftir sig. Annars flokks leikmunagrínisti, sbr. beinið í hárinu, sem mætti fara miklu frekar en Krusty.

9. Elizabeth Hoover
Ms. Hoover er slæmur og óáhugasamur kennari sem stendur beinlínis í vegi fyrir því að börn í Springfield fái sómasamlega menntun.

8. Joseph Quimby
Enginn sér fyrir endalok rúmlega 20 ára valdatíðar hans þrátt fyrir að Springfield sé ítrekað á listum yfir borgir sem er slæmt að búa í.

7. Todd Flanders
Á örugga þakíbúð á himnum og hefur í þokkabót alltaf verið illþolanlegi hluti tvíeykisins Rod og Todd.

6. Martin Prince
Hrokafullt og sjálfumglatt gáfnaljós sem nýtur þess að nýta yfirburði sína til að láta öðrum líða illa. Bless, Martin.

5. Barney Gumble
Skattborgarar í Springfield anda eflaust léttar þegar Barney er farinn þar sem þyngri baggi fyrir heilbrigðiskerfi bæjarins er vandfundið.

4. Marge Simpson
Örmagna spilafíkill í slæmu hjónabandi. Hefur margoft reynt að enduruppgvöta aðeins til þess að falla í sama farið aftur. Þráir eflaust að fátt meira en kveðja þennan heim.

3. Kirk Van Houten
Hefur aldrei jafnað sig eftir að hafa verið rekinn úr kexverksmiðjunni. Þá hefur skilnaðurinn reynst honum afar erfiður ásamt alkahólismanum.

2. Helen Lovejoy
Á yfirborðinu er hún guðhræddur mannavinur (og barnavinur. Hugsið um börnin!) en allir sjá að undir niðri dvelur illur slúðurberi sem á ekkert gott skilið.

1. Sideshow Bob
Sturlaður ofbeldismaður sem hefur margoft talað um og reynt að myrða tíu ára dreng. Nútíminn spáir því að hann hljót makleg málagjöld í september, ekki Krusty.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing