Auglýsing

Topp 10: Lýðræði að hætti Jóns Gnarr

Breska dagblaðið The Independant birtir í dag viðtal við Jón Gnarr. Í viðtalinu fer Jón yfir velgengni Besta flokksins í Reykjavík og blaðamaðurinn reynir að skilja stefnu flokksins.

Í lok viðtalsins er birtur sérstakur listi frá Jóni sem kallast: „Do-it-yourself democracy: a manifesto by Jon Gnarr“ eða „Heimalagað lýðræði: Stefnuyfirlýsing Jóns Gnarr“ — Eða eitthvað svoleiðis.

Listinn er svona:

1. Sendum trúðana inn

„Án húmors væri ég örugglega á hæli í dag. Húmorsleysi er vandamál. Húmor er jafn mikilvægur og tilfinningagreind þrátt fyrir það sé oft lítið gert úr honum. Þannig að, til að vera einu skrefi á undan, þá þarftu húmor.“

2. Taktu þátt

„Þú þarft ekki að vera pólitíkus til að eiga rétt á að taka þátt í pólitík. Þú þarft ekki sérstaka þjálfun eða einhverja sérstaka færni. Við höfum vanrækt lýðræðið. Við höfum ekki verið að fylgjast með og því látið aðra stýra ferðinni.“

3. Skemmtu þér vel

„Um leið og eitthvað hættir að vera skemmtilegt verður það einskis virði, tilgangslaust og sjúkt. Það eru örlög pólitíkur. Við einblínum á velgengni og gleymum að njóta.“

4. Vertu anarkisti

„Ég þrái stjórnleysi og frið. Stjórnleysi er eina leiðin til að ná fram samfélagi án stéttaskiptingar — stuðningsríku samfélagi sem virðir frelsi einstaklingsins. En það verður að vera friðsamt: Ofbeldi er dökka hliðin á sambúð manna.

5. Hugsaðu hægt

„Til að bjarga lýðræðinu þarf pólitík að höfða til breiðari hóps af fólki. Við þurfum vísindamenn, pönkara, listafólk, venjulegt fólk sem hugsar hægt frekar en hratt, feimið fólk, fólk sem stamar, fólk í yfirþyngd, fatlaða og ofar öllu: Ungt fólk.“

6. Taktu ábyrgð

„Þetta er frekar einfalt: Þú þarft smá ímyndunarafl, eitthvað af hugrekki og hitt kemur í kjölfarið. Hvað fer í taugarnar á þér? Hvað er að? Stofnaðu þinn eigin flokk eða gakktu til liðs við flokk sem þú berð virðingu fyrir og hjálpaðu til. Búðu þig undir að fjárfesta tíma þínum í starfið og færa fórnir.“

7. Einfaldaðu hlutina

„Í kosningabaráttunni í Reykjavík keyptu aðalflokkarnir fínar auglýsingar í dagblöðunum. Slagorðin voru samin af auglýsingastofum og voru bara blablabla um heimilin, garðinn og fjölskylduna. Við auglýstum í smáauglýsingunum eftir körlum og konum sem vildu breytingar. Viðbrögðin voru nánast yfirþyrmandi.“

8. Horfðu á The Wire

„Um hvað ætlið þið annars að tala? Sósíalisma?“

9. Gefðu friði séns

„Takmark mitt var að gera Reykjavík að friðarborg. Það veltur allt á einstaklingnum — það er ekki hægt að vinna að friði í Miðausturlöndum á daginn og rífast við fjölskylduna í síma á kvöldin.“

10. Gerðu borgina þína töff

„Hvað er töff? Svona sirka andstæða þess sem er heimskt og þröngsýnt.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing