Auglýsing

Trúboðinn Simon mættur í Hnífsdal, gekk um götur og hrópaði að íbúar færu til helvítis

Trúboðinn Simon Ott frá Sviss, sem var handtekinn í Reykjavík fyrr í haust þegar hann angraði hóp menntaskólanema ásamt vinkonu sinni Angelu Cummings, er mættur í Hnífsdal.

Hann er 23 ára gamall og keypti sér miða aðra leið til Íslands til þess að prédika á götum úti.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af Simoni og Angelu fyrir utan húsnæði Menntaskólans við Hamrahlíð í byrjun október. Simon og Angela gáfust ekki upp heldur eltu nemendurna frá MH og niður á Klambratún. Simon hélt áfram að prédika yfir hópnum.

Angela birti fjölmörg myndbönd þar sem hún öskraði á fólk í miðbæ Reykjavíkur og einn leigubílstjóri fékk nóg og sagði henni að fokka sér.

Sjá einnig: Angela og Simon vilja bjarga Íslandi: „Ég skal segja þér lausnina við vandanum: Ekki stunda kynlíf“

Hann gekk um götur bæjarins í gærkvöldi og prédikaði. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta. 

Samkvæmt íbúum í Hnífsdal gekk maðurinn um götur bæjarins með skilti og nam staðar fyrir utan hús og hrópaði þar boðskap þess efnis að íbúar færu til helvítis. Íbúum stóð ekki á sama og höfðu samband við lögregluna á Vestfjörðum sem kom og ræddi við Simon.

Í frétt Bæjarins besta segir að lögregla hafi mætt á sviðið og rætt við Simon og upplýst hann um að kvartanir hefðu borist vegna ónæðis af hans völdum. Þá segir einnig að lögregla hafi ekki haft frekari afskipti af honum þar sem honum sé frjálst að bera út boðskap sinn, segir í frétt Bæjarins besta. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing