Auglýsing

Jesús frelsaði Simon Ott frá klámfíkn og nú vill hann nýta reynsluna til að hjálpa Íslendingum

Svissneski trúboðinn Simon Ott hefur ekki ákveðið hvar hann verður yfir jólahátíðina. Hann er nú á hringferð um landið og gerir ráð fyrir að vera á Austur- eða Suðurlandi þegar jólin ganga í garð.

Simon er 23 ára gamall og keypti sér miða aðra leið til Íslands til að prédika á götum úti. Hann hefur nokkrum sinnum ratað í fjölmiðla, meðal annars fyrir að trufla menntaskólanemendur, angra íbúa Hnífsdals og vera vísað út af Glerártorgi á Akureyri eftir að hafa haldið þrumuræðu yfir fólki.

Sjá einnig: Trúboðinn Simon Ott steig óvænt á svið á eftir Gretu Salóme, vísað út eftir þrumuræðu á Glerártorgi

Simon er þó ekki af baki dottinn og segir í samtali við Nútímann að hann hafi bæði fundið fyrir jákvæðum og neikvæðum viðbrögðum við trúboði hans hér á landi. Hann láti það þó ekki stoppa sig í „að segja fólki sannleikann.“

Hann lagði upp í hringferð um landið frá Reykjavík og er núna á Norðurlandi. Þegar hann átti leið um Borgarnes segist hann hafa hitt fólk sem glímdi við spilafíkn, drakk áfengi, notaði tóbak, horfði á klám og spilaði tölvuleiki.

Simon segist hafa beðið fyrir fólkinu og hjálpað því. Þá hafi hann einnig sagt þeim frá því hvernig Jesú hafi frelsað hann frá klámfíkninni sem hann glímdi við. Það að hjálpa fólki á þennan hátt haldi honum gangandi í trúboðinu.

Angela Cummings, vinkona Simons, lét ekki lítið fyrir sér fara þegar hún dvaldi hér á landi í október ásamt Simoni. Hún birti fjölmörg myndbönd þar sem hún öskraði á fólk í miðbæ Reykjavíkur og einn leigubílstjóri fékk nóg og sagði henni að fokka sér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing