Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sent bréf til Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, þar sem hann aflýsir fundi þeirra sem til stóð að halda í Singapúr í næsta mánuði. AP fréttastofan greinir frá þessu og birtir afrit af bréfinu á Twitter-síðu sinni.
Í bréfinu segir Trump fjandskapur Norður-Kóreu í garð Bandaríkjanna sé ástæðan fyrir því að ekkert verði af fundinum að sinni „Ég hlakkaði mjög til þess að vera þarna með þér. Vegna mikillar reiði og fjandsemi sem birst hefur í nýlegum yfirlýsingum þínum, tel ég hins vegar ekki við hæfi að halda fundinn eins og málin standa,“ skrifar Trump í bréfið sem sjá má hér að neðan.
Bréfið í heild sinni
READ President Trump's letter to North Korean leader Kim Jong Un canceling their summit. pic.twitter.com/3xXYHwQwTC
— The Associated Press (@AP) May 24, 2018