Auglýsing

Hjálmar kannast ekki við trúnaðarbrest: Benti á skattamál formannsins

Hjálmar Jónsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands, kannast ekki við trúnaðarbrest á milli sín og stjórnar félagsins. Hann segist hafa, innan veggja félagsins, vakið máls á skattamálum formannsins, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur. Þetta kemur fram í umfjöllun DV.is um málið og rætt er við Hjálmar.

„Ég hef vakið máls á þessu frá því í fyrrasumar,“ segir Hjálmar. „Skylda mín og trúnaður liggur við Blaðamannafélag Íslands og blaðamenn í landinu. Ég sem framkvæmdastjóri félagsins gæti hagsmuna þeirra í hvívetna og get ekkert vikið mér undan því.“

Á að gera hreint fyrir sínum dyrum

„Ég er ósáttur við það að hún hafi ekki gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi sín skattamál, ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla og hefur varpað skugga á Blaðamannafélag Íslands. Það er eitthvað sem ég get ekki sætt mig við,“ segir Hjálmar í samtali við DV.

„Blaðamenn geta síst af öllum mótað sér eigin reglur en sett öðrum aðrar reglur.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing