Leikarinn Tryggvi Rafnsson vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína í hlutverki Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í áramótaskaupinu á RÚV á gamlárskvöld. Guðni sjálfur virtist líka ánægður en hann sendi Tryggva kveðju í kvöld. Þetta kemur fram á Vísi.
Tryggvi segist í samtali við Vísi hafa fengið mjög jákvæð viðbrögð eftir Skaupið. „Ég hef fengið frábær viðbrögð við mínu hlutverki,“ segir hann.
Ég setti símann minn á silent hálf ellefu í gær og svo kíkti ég á hann í morgun aftur og það var allt sprungið.
Í kvöld fékk hann svo svo kveðju frá Guðna þar sem hann hrósaði Tryggva fyrir leik sinn í áramótaskaupinu.
Á meðal þess sem gert var grín að í skaupinu var ást Guðna Th. á flippuðum sokkum og sást Tryggvi, í hlutverki Guðna, eiga viðskipti við skuggalegan mann sem seldi bæði sokka og buff.