Tryggvi Ólafsson listmálari er látinn, 78 ára að aldri. Tryggvi var í hópi þekktustu og virtustu myndlistarmanna þjóðarinnar en hann lést eftir erfið veikindi.
Tryggvi fæddist í Neskaupstað 1. júní 1940. Hann lærði við Myndlista og handíðaskólann árin 1960-61 og síðan við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn árin 1961-66. Hann vann lengst af að list sinn í Danmörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár.
Tryggvi var riddari af Dannebrog, handhafi fálkaorðunnar og hlaut verðlaun Jóns Sigurðssonar forseta árið 2018.