Hljómsveitin Írafár spilaði á tvennum tónleikum í Hörpu í gær og viðtökurnar voru vægast sagt rosalegar. Tónleikarnir voru 20 ára afmælistónleikar sveitarinnar en þetta voru fyrstu tónleikar Írafár í 12 ár.
Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, kom fram á Fiskideginum mikla á Dalvík í fyrra og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið hafði hún samband við restina af hljómsveitinni og í desember á síðasta ári tilkynnti hljómsveitin tónleika í Hörpu í tilefni af 20 ára afmælis. Ekki stóð á vinsældunum en það seldist upp á tónleikana á skömmum tíma.
Írafár tók alla helstu smelli sína í Hörpu í gær og ullu engum vonbrigðum ef marka má viðbrögðin á Twitter. Aðdáendur Írafár sem misstu af tónleikunum munu fá tækifæri til þess að sjá hljómsveitina aftur en Írafár verður aðalnúmerið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár.
myndi fara á írafár tónleika öll kvöld, besta hljómsveit íslands fyrr og síðar
— lara lind (@loriley14) June 3, 2018
Allir mínir draumar, vonir og þrár urðu að veruleika í kvöld. Eftir 13 ára bið. Ég elska Birgittu Haukdal meira en allt. Sorry mamma og pabbi. #Írafár
— Elín Margrét Böðvars (@Elinmargret) June 3, 2018
Þvílíkt band! Þvilik endurkoma! Þvilikur tónleikar! Ekki oft sem að heill eldborgarsalur stendur og dansar! Takk fyrir mig Írafár ☺
— Atli Fr. (@MRAtlii) June 3, 2018
Heil kynslóð fyllir Hörpu í kvöld þegar Írafár færir okkur 15/20 ár aftur í tímann – betri nú en þá ef eitthvað er! ??? #írafár #spoundtrackofmyyouth pic.twitter.com/otOVuHcxEK
— Fanney Birna (@fanneybj) June 2, 2018
2018 er frábært að því að við sem elskum Írafár erum ekki lengur að fela það innra með okkur heldur stöndum stolt upp og syngjum fingur ?
— ingibjörg Freyja (@ingibjorgfreyja) June 3, 2018
Ég hef unnið í Hörpu síðan ég var 17 ára og ég hef aldrei séð aðra eins stemningu í Eldborg og á þessum Írafárs tónleikum. Unreal scenes.
— Máni Steinn Ómarsson (@ManiSteinnO) June 3, 2018
FOKKING QUEEN B pic.twitter.com/LOx0D1mIUp
— Ester Alda (@esteraldaa) June 2, 2018
Meira að segja snöppin voru góð
Þetta er ekki kaldhæðni:
Mér finnst öll tónleikasnöppin/instastoryin af Írafárstónleikunum geggjuð.
— Sóli Hólm (@SoliHolm) June 3, 2018
Tónleikarnir höfðu áhrif á íslenska landsliðið
Af hverju var ekki uppselt á Laugardalsvöll? Hátt miðaverð? Neibb. Írafár.
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) June 3, 2018
Tólfan róleg í kvöld enda Friðgeir Bergsteins að gigga með Írafár. Komst ekki, mikið högg. Vonandi verður #Friðgeirsvaktin í Rússlandi. Í raun algjört lykilatriði
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) June 2, 2018