Auglýsing

Tryllt stemning í Hörpu á 20 ára afmælistónleikum Írafárs: „Ég hef aldrei séð aðra eins stemningu í Eldborg”

Hljómsveitin Írafár spilaði á tvennum tónleikum í Hörpu í gær og viðtökurnar voru vægast sagt rosalegar. Tónleikarnir voru 20 ára afmælistónleikar sveitarinnar en þetta voru fyrstu tónleikar Írafár í 12 ár.

Birgitta Haukdal, söngkona Írafárs, kom fram á Fiskideginum mikla á Dalvík í fyrra og á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið hafði hún samband við restina af hljómsveitinni og í desember á síðasta ári tilkynnti hljómsveitin tónleika í Hörpu í tilefni af 20 ára afmælis. Ekki stóð á vinsældunum en það seldist upp á tónleikana á skömmum tíma.

Sjá einnig: Örvæntingarfullir aðdáendur Írafárs gripu í tómt þegar það virtist uppselt á tónleikana í Hörpu á tíu mínútum

Írafár tók alla helstu smelli sína í Hörpu í gær og ullu engum vonbrigðum ef marka má viðbrögðin á Twitter. Aðdáendur Írafár sem misstu af tónleikunum munu fá tækifæri til þess að sjá hljómsveitina aftur en Írafár verður aðalnúmerið á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í ár.

 

Meira að segja snöppin voru góð

Tónleikarnir höfðu áhrif á íslenska landsliðið

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing