Auglýsing

Trylltur starfsmannadans H&M snýr aftur þegar verslunin opnar í Kringlunni

H&M opnar aðra verslun sína hér á landi í Kringlunni á morgun klukkan 11. 20 prósent afsláttur verður af öllum vörum verslunarinnar á milli klukkan 11 og 13 á morgun. Þá fá fyrstu þrír gestirnir gjafakort að andvirði 25, 20 og 15 þúsund króna.

Sjá einnig: Allt að 60 prósent dýrara að versla í H&M á Íslandi en í Bretlandi

Verslunin verður 2.300 fermetrar að stærð og er staðsett á annarri hæð þar sem fataverslun Hagkaups var áður til húsa. Filip Ekvall, svæðisstjóri H&M á Íslandi og í Noregi segist í tilkynningu vera ánægður með móttökurnar á Íslandi. „Við hlökkum mikið til að opna hér í hinni geysivinsælu verslunarmiðstöð Kringlunni,“ segir hann.

Þegar H&M opnaði Smáralind vakti trylltur dans starfsfólks verslunarinnar mikla athygli. Starfsfólk H&M í Kringlunni lætur ekki sitt eftir liggja og stígur dans á morgun.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing