Íslenska listakonan Elísabet Rún túlkar ummæli þingmanna Miðflokksins á Klaustri í nýrri myndasögu sem birtist birtist á vefritinu The Nib í gær.
Elísabet túlkar þar Klaustursmálið í máli og myndum en myndasagan er öll á ensku. The Nib var stofnað árið 2013 en þar birtast daglega myndasögur um málefni líðandi stundar í heiminum.
Vísir.is fjallar um myndasögu Elísabetar í dag en þar kemur fram að Elísabet stundi nám í myndasögugerð í Frakklandi. Það sé mikill heiður fyrir hana að fá verk sín birt á vef The Nib.
Myndasagan ber titilinn „Sex stjórnmálamenn ganga inn á bar“, en hana má lesa í heild sinni með því að smella hér.