Sænska fataverslunin H&M opnar í Smáralind í hádeginu í dag. Margir bjuggust við langri röð fyrir utan verslunina en nú rétt fyrir klukkan tíu voru um tuttugu manns mættir í röðina. Það er mbl.is sem greinir frá þessu.
Sjá einnig: Allt að 60 prósent dýrara að versla í H&M á Íslandi en í Bretlandi
H&M mun á sjálfan opnunardaginn veita fyrstu 1.000 gestunum gjafakort. Þar á meðal fær sá/sú sem er fyrst/ur 25.000 króna gjafabréf í verslunina, gestur númer tvö fær 20.000 kr. gjafabréf og 15.000 kr. gjafabréf hlýtur þriðji gesturinn.
Næstu þúsund gestir fá að gjöf 1.500 króna gjafakort í verslunina.
Margir höfðu beðið með eftirvæntingu eftir að sjá Íslendinga í langri röð eins og tíðkaðst hefur þegar nýjar verslanir mæta til landsins en röðin fer rólega af stað í dag.
HM #röðin pic.twitter.com/JTUCQDytAm
— heiddi (@heidarthor) August 26, 2017