Auglýsing

Tvær borgir keppast um að halda Eurovision á næsta ári

Eurovision söngvakeppnin mun annað hvort fara fram í Rotterdam eða Maastricht í Hollandi á næsta ári. Ákvörðun um staðsetn­ingu keppn­inn­ar verður tek­in í næsta mánuði. Þetta kemur fram á fréttasíðu Eurovision-aðdáenda,  ESC Today.

Sjá einnig: Eurovision verður ekki haldin í Amsterdam á næsta ári

Á dögunum var það tilkynnt að keppnin myndi ekki fara fram í Amsterdam, höfuðborg Hollands, en síðan þá hafa borgirnar Utrecht, Den Bosch og Arnhem einnig dregið sig úr baráttunni.

Sú tónleikahöll sem verður fyrir valinu þarf að vera laus í um átta vikur í kringum keppnina til þess að hægt sé að annast allan undirbúning og æfingar.

Rotterdam og Maastricht þykja jafn líklegar til þess að halda keppnina en báðar borgir munu fá ríkulegt fjárframlag fyrir undirbúning.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing