Kvennaskólinn í Reykjavík vann Gettu Betur, spurningakeppni framhaldsskólanna í kvöld eftir sigur á Menntaskólanum í Reykjavík með einu stigi. Þetta er í fyrsta skipti í sögu keppninnar sem tvær stelpur eru í sigurliði í keppninni.
Fjóla Ósk Guðmundsdóttir er ein af þeim en þetta er í annað skipti sem hún stendur uppi sem sigurvegari í keppninni. Hún var ánægð með sigurinn.
„Þegar ég var yngri hélt ég að stelpur gætu ekki tekið þátt í Gettu betur, nú hef ég sigrað keppnina tvisvar sinnum,“ skrifaði hún á Twitter í kvöld.
Sigurlið Kvennaskólans, var ásamt Fjólu skipað þeim Hlyni Ólasyni og Berglindi Bjarnadóttur en þetta er þriðji sigur Kvennaskólans í úrslitum Gettu Betur.
Þegar ég var yngri hélt ég að stelpur gætu ekki tekið þátt í Gettu betur, nú hef ég sigrað keppnina tvisvar sinnum! #gettubetur pic.twitter.com/nkxTHJEyG9
— Fjóla Ósk (@FjolaOsk) March 15, 2019
Steinþór Helgi Arnsteinsson fyrrum spurningahöfundur og dómari í Gettu betur var ánægður með sigurliðið og lét þá sem voru á móti kynjakvóta á sínum tíma heyra það.
Helvítis pakkið sem var á móti kynjakvótanum má fokka sér! „Strákar hafa bara meiri áhuga á gettu betur“ „strákar hafa bara meira keppnisskap“. Hoppið upp í píkuna á ykkur!
— Steinþór Helgi (@StationHelgi) March 15, 2019