Auglýsing

Tveir Íslendingar á stríðsvæðinu í Líbanon: Óskaði eftir aðstoð ráðuneytisins

Utanríkisráðuneytið segir tvo Íslendinga í Líbanon en ísraelski herinn hóf loftárásir á höfuðborg landsins í dag en átökin virðast stigmagnast á svæðinu með hverjum klukkutímanum sem líður. Ekki er vitað hvort Íslendingarnir séu á öruggum stað eða hvort þeir séu í höfuðborg landsins en annar þeirra hefur nú þegar óskað eftir aðstoð Borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins.

Ægir Þór Eysteinsson, fjölmiðlafulltrúi utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi en tekur fram að hann geti að öðru leyti ekki tjáð sig um einstök borgaraþjónustumál.

„Við biðjum Íslendinga í Líbanon að hafa samband við borgaraþjónustuna og láta vita af sér, jafnvel þó þeir óski ekki eftir aðstoð. Annað hvort í síma +354 545 0112 eða með tölvupósti á netfangið hjalp@utn.is,“ segir í svari Ægis við fyrirspurn Vísis.

Þá sagði Ægir Þór að möguleikarnir á því að komast úr Líbanon með hefðbundnum leiðum fari ört fækkandi og því sé mikilvægt fyrir þá sem ætla að yfirgefa landið að gera það sem allra fyrst.

Tæplega hálf milljón manna býr í Beirút, höfuðborg Líbanon, en loftárásir Ísraela hæfðu í dag hverfi sem hýsir mikið af sendiráðum, skrifstofum og verslunum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing