Tveir Íslendingar eru nú í haldi lögreglunnar í Melbourne í Ástralíu eftir að 6,7 kíló af kókaíni fundust í ferðatösku annars þeirra á alþjóðaflugvellinum í Melbourne. Brot mannanna varða við lífstíðarfangelsi. Það er Vísir.is sem greinir frá þessu.
Talið er að virði efnanna sé alls um 2,5 milljónir ástralskra dollara eða sem samsvarar um 218 milljónum króna.
Annar þeirra er 25 ára og var gómaður með fjögur kíló af kókaíni í ferðatösku á flugvellinum í Melbourne. Hinn maðurinn, er þrítugur. Hann var handtekinn á hóteli í Melbourne en 2,7 kíló af kókaíni. Talið er að efnin hafi komið frá Hong Kong.
Yngri maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. febrúar. Sá eldri mun hann koma fyrir dómara í dag.