Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson, þingmenn Vinstri grænna, lögðust gegn því að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Þetta kemur fram á Vísi.
Meirihluti þingflokksins styður viðræðurnar. Þetta staðfesti Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, við í þinghúsinu eftir fund flokksins. „Það var niðurstaða fundarins að meirihluti þingflokks VG styður formlegar viðræður við þessa tvo flokka,“ er haft eftir henni á Vísi.