Auglýsing

Tvö börn struku af leikskóla á Akureyri – Þurftu að ýta á einn takka til að komast út

Tvö fjögurra ára börn náðu að strjúka frá leikskólanum Naustatjörn á Akureyri og voru týnd í rúmlega hálfa klukkustund. Aðeins hluta foreldra barna í leikskólanum var gert viðvart um atvikið. Það er Rúv.is sem greinir frá þessu.

Í samtali við RÚV segir Jónína Hauksdóttir skólastjóri Naustaskóla að leikskólinn Naustatjörn sé starfræktur í tveimur byggingum. Börnin tvö sem um ræðir eru á deild sem starfrækt er í húsnæði Naustaskóla en þar er aðgengi auðvelt og þarf einungis að ýta á einn takka til að komast út. „Sjá tækifærið að þarna er hægt að fara út og grípa það,“ sagði Jónína í samtali við Rúv.

Jónína segir að atvikið sé litið alvarlegum augum. Þá segir hún að  verklagsreglum verið breytt þannig að börn séu ávallt í fylgd kennara þegar þau fara fram í forstofu. Foreldrar barna á tveimur elstu deildunum leikskólans fengu tölvupóst þar sem greint var frá atvikinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing