Fyrra undankvöldið í Eurovision stendur nú yfir og voru Hatarar að ljúka við flutning sinn á sínu lagi Hatrið mun sigra. Frammistaðan olli ekki vonbrigðum og voru viðbrögðin á Twitter eftir því. Nútíminn tók saman það skemmtilegasta.
Sjá einnig: Stórkostlegt frammistaða hjá Höturum: „Vondur dagur fyrir hatara Hatara“
Sooo Björk and Rammstein basically had some hot bondage sex at a rave #ICE #Eurovision pic.twitter.com/qXAzocXaSe
— Billy Slay Cyrus ? (@kevlarkungen) May 14, 2019
Eggert 9 ára var svo spenntur undir flutningnum að hann tætti í sig kjúklingavænginn einsog hann hataði hann. Okkar fólk gerði þetta frábærlega. “Hatrið mun sigra.” #Hatari #12stig
— Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) May 14, 2019
Þetta var svo vel gert Selfoss og Hatari.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) May 14, 2019
Drullugott Hatarar. Takk.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) May 14, 2019
Til hamingju Ísland! Lifi BDSM! #12stig
— DV.is (@dv_is) May 14, 2019
Ég er stoltur Íslendingur, Bravó HATARI⛓??#12stig
— Rut Viktorsdóttir (@RutViktorsdttir) May 14, 2019
þvílíkur fjöllistahópur, þvílíkt atriði. Þetta er negla #12stig
— Ásgerður Hafsteinsd (@Asgerdurhh) May 14, 2019
Þjóðarstoltið tekur á sig ýmsar myndir.
Magnað og meira til!#12stig pic.twitter.com/SelRvKeMbA
— Stefán Halldórsson (@Stebbi76) May 14, 2019
“Slæmur dagur fyrir Hatara hatara” ? #12stig
— Daníel Knúts (@DanielKnuts) May 14, 2019
Ennþá fyndið. #12stig https://t.co/5nmZnBdG9C
— Vilhjálmur Stefánsson (@villistebba) May 14, 2019
Estónía soldið aparnir á eftir Bítlunum! #12stig
— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 14, 2019
Eitt af því besta við Hatrið mun sigra er að það er flutt á íslensku. Loksins. #noshame #12stig
— Líf Magneudóttir (@lifmagn) May 14, 2019
Djöfull er næs að horfa á íslenska framlagið og hugsa FOKK JÁ ÉG ER FOKKIN ÍSLENDINGUR FOKKIN HATRIÐ MUN SIGRA, gerist ekki á hverjum degi sko #12stig
— Erla Dóra Magnúsdótt (@ErlaDora) May 14, 2019
Ef þetta fer ekki áfram þá kveiki ég í Jon Ola Sand. #12stig
— Rikki G (@RikkiGje) May 14, 2019
Kannski er maður svona agalega hlutdrægur en það er ekki eitt lag sem kemst nálægt þessum flutningi hjá Hatari í kvöld. #12stig
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) May 14, 2019