Heimir Hallgrímsson tilkynnti í morgun að hann ætlaði sér ekki að halda áfram sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Heimir hefur starfað sem þjálfari liðsins undanfarin sjö ár og náð sögulegum árangri.
Fréttirnar hafa vakið mikil viðbrögð enda Heimir gífurlega vinsæll hér á landi. Fólk hefur verið duglegt að tjá sig á Twitter en hér að neðan má sjá brot úr umræðunni.
Sjá einnig: 10 bestu augnablik íslenska landsliðsins undir stjórn Heimis Hallgrímssonar
https://twitter.com/HrannarEmm/status/1019175325333323776
Vona enn (kjánalega mikið) að Heimir muni skellihlæja að Eyjamanna sið og segja "þarna náði ég ykkur" og þetta hafi bara allt saman verið léttur djókur #takkHeimir #fotboltinet
— Matti Matt (@mattimatt) July 17, 2018
Heimir er búinn að semja til næstu 2 ára við Didier Deschamps um að laga í honum tennurnar.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) July 17, 2018
Veit einhver hvort Heimir verði áfram með landsliðið? Finn ekkert um þetta a netinu
— Berglind Festival (@ergblind) July 17, 2018
Af hverju eru allir að tala um að Heimir finni sér nýtt starf? Allir búnir að steingleyma að maðurinn er tannlæknir?
— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) July 17, 2018
Heimir, þvílíkur fagmaður. Kristallast í öllu sem hann sagði. Aðdáunvert þegar fókusinn er svona skýr á hver gildin eru. Arfleifðin er ekki bara árangur, heldur menning. Ómetanlegt #takkHeimir
— Ásgeir Jónsson (@sonurjons) July 17, 2018
https://twitter.com/TeamFA/status/1019182173549711360
Bongó? … Nei, Heimir er hættur.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 17, 2018
Það verður eftirsjá af Heimi Hallgrímssyni. Þetta var skrifað í skýin. Náð mögnuðum árangri og sett viðmið fyrir þá sem taka við. Verður vandasamt verk. Takk Hemir. Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) July 17, 2018
Sorgardagur! Takk fyrir allar góðu stundirnar Heimir!@footballiceland nú þýðir ekkert að fara í þetta af hálfum hug. Enginn íslendingur hæfur í þetta starf nema kannski….. ég! vann HM í legendary mode í Fifa og í FM á sínum tíma með Ísland . #sækjaLvG #takkHeimir #Fotboltinet
— Guðmundur Már Hilmarsson (@Mummimar) July 17, 2018
Þetta átti að vera sumardagurinn besti. Svo hætti Heimir. Og sólskinið var dauft. Og…
— Brynjólfur Þór Guðm. (@BrynThor) July 17, 2018
Takk fyrir okkur, elsku Heimir ❤️ https://t.co/ymz64nVIkq
— Tólfan (@12Tolfan) July 17, 2018