Magnað viðtal við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menntamálaráðherra, í Kastljósi í gær hefur vakið mikla athygli. Lilja sagði þá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason vera ofbeldismenn sem ekki eiga að hafa dagskrárvald í íslensku samfélagi. Mikil umræða hefur verið um viðtalið á Twitter þar sem Lilju er hrósað fyrir framkomu sína og ummæli.
Sjá einnig: Sjáðu magnað viðtal við Lilju Alfreðsdóttur: „Þeir eru ofbeldismenn“
„Ég bara trúði þessu ekki. Að menn gætu talað með þessum hætti og ég bara vek athygli á því að þetta er algjört ofbeldi,“ sagði Lilja í þættinum og bætti við: „ Ég upplifi þetta sem algjört ofbeldi. Þeir eru ofbeldismenn og ég segi bara, þetta er alveg skýrt í mínum huga, ofbeldismenn hafa ekki dagskrárvald í íslensku samfélagi.“
Lilja sagði að það væri mjög erfitt fyrir sig að ræða þetta mál en hún kæmi í þetta viðtal fyrir mæður og dætur landsins. „Ég vil bara að það sé alveg á hreinu að þetta er óásættanlegt. Við viljum ekki að íslenskt samfélag sé svona. Þetta er líka fyrir dætur landsins og mæður. Við viljum ekki þurfa að lesa svona um einhvern,“ sagði Lilja.
Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni á Twitter
Þessir trúðar og aumingjar eiga ekki fyrirgefningu Lilju skilið.
— Bobby Breiðholt (@Breidholt) December 6, 2018
Það er aðdáunarvert að sjá menntamálaráðherra opna sig um þau andlegu áhrif sem ofbeldi hefur á fórnalömb þess. Svo mikilvægt að opna umræðuna, sérstaklega eftir #metoo ??
— Una Hildardóttir (@unaballuna) December 5, 2018
Lilja Alfreðs var svo flott í Kastljósi kvöldsins, enda engin ástæða til að draga úr alvarleika málsins. Þessar karlrembur eiga ekkert í hana. pic.twitter.com/oYSk8G7PQh
— Eva Brá Önnudóttir (@eva_bra) December 5, 2018
Lilja Alfreðs MÖGNUÐ í Kastljósi. Svona á að gera þetta. Mad respect. ? #klausturgate
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) December 5, 2018
Lilja D. Alfreðsdóttir sagði allt sem segja þarf í kvöld. Þessir ofbeldismenn verða að axla ábyrgð og segja af sér. Þetta snýst ekki um flokka og skoðanir heldur ofbeldi. Við hættum ekki fyrr en þeir víkja
— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) December 5, 2018
Bæði Lilja núna í Kastljósinu, og líka viðbrögð Ada Hegerberg um daginn. Gefur mér stoðir til að standa á næst þegar ég þarf að standa upp fyrir sjálfri mér, eða konum.
— Eydís Blöndal (@eydisblondal) December 5, 2018
Þú getur verið ósammála Lilju með pólitík og allt það en þetta viðtal í Kastljósinu sýnir okkur hvernig alvöru pólitíkus kemur fram.
Tek hatt minn ofan þér Lilja
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) December 5, 2018
Lilja Alfreðs stendur sig helvíti vel. Verð að gefa henni props.
— Logi Pedro (@logipedro101) December 5, 2018
Sáuð þið ekki örugglega viðtalið við Lilju Alfreðs í Kastljósi í gær? Því það var algjör negla. Hún var bæði einlæg og ógeðslega sterk. Svona hegðun á aldrei að samþykkja og það má heldur ekki samþykkja allar þessar ömurlegu afsakanir og tilraunir til að gera lítið úr málinu.
— Dagny Aradottir Pind (@dagnyara) December 6, 2018
Mikið dáist ég að Lilju og hvernig orðræðu hún velur sér.
Hún veigrar sér ekki við að kalla þá ofbeldismenn og talar ekki undir rós. Viðurkennir hvað þetta er sárt. Mæli með að horfa á þetta viðtal ef þið eruð ekki ennþá búin að þvíhttps://t.co/haZlLc7bp2— Helga Lind Mar (@helgalindmar) December 5, 2018
Ég er að horfa aftur á viðtalið við Lilju Alfreðsdóttur. Hún er frábær!
— Sóli Hólm (@SoliHolm) December 5, 2018
Ég fékk kökk í hálsinn að hlusta á Lilju í Kastljósinu. Þetta er svo súrt og glatað að öllu leyti #klausturgate
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) December 5, 2018
Get ekki hætt að hugsa um viðtalið við Lilju í gær. Að koma þessu svona vel frá sér en um leið gefa ekkert eftir. Gæti persónulega aldrei verið svona yfirveguð ef einhverjir töluðu svona um mig, hvað þá fyrrum vinir.
— Tinna Kristinsdóttir (@TinnaKristinsd) December 6, 2018