Twitter fór á hliðina í gær eftir að umræða um vöfflur og pönnsur fór á óvænt flug. Fólk skiptist í fylkingar og barðist fyrir sínu góðgæti; vöfflufólkið taldi pönnsufólkið í ruglinu og öfugt.
En hvernig hófst þetta? Góð spurning. Brynhildur Bolladóttir birti saklaust tíst þar sem hún lýsti vöfflublæti sínu á einlægan hátt
Mig langar svona 4x í viku í vöfflur.
— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) September 3, 2018
En það var ekki fyrr en sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson mætti á svæðið að umræðan fór raunverulega af stað
Vöfflur eru svo ofmetnar. Pönnsur eru miklu betri og krefjast meiri hæfileika að gera. Vöfflur eru pönnsur letingjans og/eða klaufans.
— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) September 3, 2018
Eru vöfflur pönnsur letingjans eða klaufans? Brynhildur var ósammála
Þetta eru bara tveir mismunandi hlutir, eins og að bera pulsu og hamborgara saman af því það er kjöt, brauð og sósur á því báðu.
— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) September 3, 2018
Fólk skildi hvorki upp né niður í umræðunni, enda ekki mál sem Íslendingar hafa leitt almennilega til lykta áður
Af hverju er verið að rífast um vöfflur og pönnukökur hérna?
— Erlendur (@erlendur) September 3, 2018
Og ég sem hélt að öllum fyndist BÆÐI vöfflur og pönnukökur góðar.
— Daníel Freyr Jónsson (@FreyrDaniel) September 3, 2018
Fokk pönnsur, fokk ennþá meira vöfflur en lifi kleinan!
— Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) September 3, 2018
Ég lít ekki einu sinni við vöfflu séu pönnukökur á boðstólnum, nema þá mögulega að það séu belgískar vöfflur ?
— Tinna Eik (@tinna_eik) September 3, 2018
https://twitter.com/IrisDoggB/status/1036628913450086401