Það voru ekki margir við Costco í Kauptúni í morgun þegar verslunin var loksins opnuð kl. 9. Nokkrir biðu í röð við dyrnar og flestir sem voru mættir létu sér nægja að bíða í bílunum. Margir höfðu búist við meira öngþeyti og hafði björgunarsveitarfólk meðal annars fengið það verkefni að stjórna umferð fyrir utan verslunina. Hugsanlegt er að álagið verði meira síðdegis þegar fólk er búið í vinnunni.
Vísir var með tvo blaðamenn á vettvangi sem stjórnuðu beinni útsendingu frá klukkan hálf níu. Þau ræddu við fólk í röðinni og viðskiptavini inni í búðinni eftir að hún var opnuð. Það var ósköp tómlegt í verslunarhúsinu þegar þau gengu um og landsmenn gerðu að sjálfsögðu grín að þessu öllu saman á Twitter.
Nútíminn tók saman það helsta.
Pínlegasti sjónvarpsviðburður ársins?
https://twitter.com/halldorabirta/status/866938789008158720
hehe fleiri fjölmiðlar á svæðinu en kúnnar https://t.co/mOJkhkMOcg #costco #röðin pic.twitter.com/hkroOVQCFB
— Geirthrudur Geirsdottir (@GeiraGeirs) May 23, 2017
Að geta ekki hætta að horfa…
Ég get ekki hætt að horfa á beina útsendingu úr costco þó það sé óþægilegt. #röðin
— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) May 23, 2017
Veik upp í rúmi að fylgjast með beinni útsendingu af opnun Costco. Finnst eins og að ég hafi náð hámarkinu.
— Kristin Stefans (@1337kit) May 23, 2017
Áttavilt kona þvælist sífellt fyrir myndavélinni
Get ekki slitið mig frá Costco útsendingunni. Maður kaupir klósettpappír. Áttavillt kona alltaf að þvælast fyrir myndavélinni.
— Thorarinn Stefansson (@thorarinn) May 23, 2017
Nýja hetjan mín er gaurinn sem @kolbeinntumi fann í Costco rúmlega níu á þriðjudegi. Hann var að kaupa sér pítsu. Fólk er svo langbest.
— Kristján Atli (@kristjanatli) May 23, 2017
Sund eða bein útsending frá tómri Costco?
Ég sleppti því að fara í sund í morgun af því ég gat ekki hætt að horfa á beina útsendingu úr tómri Costco. Stórkostlegt. #röðin
— Viktoría Hermannsdóttir (@Viktoriaherm) May 23, 2017