Eins og Nútíminn greindi frá í gær þá birti Ragnar Önundarson viðskiptafræðingur mynd af Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi í tengslum við umfjöllun um kynferðislega áreitni sem konur í stjórnmálum upplifa. Skilaboðin sem Ragnar lét fylgja með myndinni þóttu kristalla hluta vandans sem konur í stjórnmálum standa frammi fyrir.
Um 600 konur úr öllum stjórnmálaflokkum á Íslandi hafa skráð sig í lokaðan hóp á Facebook þar sem þær ræða kynbundið ofbeldi í íslenskum stjórnmálum. Áslaug Arna er ein þeirra sem steig fram í dag. Konurnar hafa deilt yfir 100 sögum um valdbeitingu, kynbundið ofbeldi eða áreitni sem þær hafa upplifað í starfi sínu í stjórnmálum.
Sjá einnig: Konur í stjórnmálum upplifa þukl, kynferðislegar athugasemdir og skilaboð á kvöldin frá karlkyns kollegum
Konurnar hafa sent frá sér áskorun þar sem þess er krafist að karlar taki ábyrgð og að stjórnmálaflokkarnir taki af festu á málinu. „Þess er krafist að karlmenn innan flokkanna og flokkarnir sjálfir setji sér viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja og að þær muni fá stuðning,“ segir í yfirlýsingu frá hópnum.
Ragnar birti myndina í kjölfarið á umræðu um málið í Kastljósi. „Þessi unga kona var í sjónvarpi í kvöld að ræða um kynferðislega áreitni við konur í stjórnmálum,“ segir hann við myndina.
Twitter var ekki lengi að bregðast við. Kassamerkið #ekkiveraragnar varð til og í allan morgun hafa tístin um Ragnar hrúgast upp. Nútíminn tók nokkur saman
Jæja takk allir saman, þá segi ég bara góða nótt eins og Ragnar #ekkiveraragnar
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) November 22, 2017
ATH. Alþjóðasamtök ???????? Ragnara álykta: Farið er þess á leit við Ragnar Ö. að hann noti annað nafn til að kynna sig: #ekkiveraragnar
— Ragnar Thorvardarson (@RagnarThorv) November 22, 2017
Maður spyr sig
Ég vinn víst á hinu háa Alþingi og eftir gærdaginn get ég ómögulega ákveðið hvernig ég skuli klæða mig. Var Ragnar búin að setja út What to wear/ what not to wear lista? #ekkiveraragnar #ískuggavaldsins
— Stefanía Sigurðar. (@Stefaniasig) November 22, 2017
Jón Gnarr er með
Ragnar Önundarson gefi okkur öllum góðan dag. megi hann líka gefa okkur snyrtimennsku, dómgreind í klæðaburði og skynsemi varðandi hárgreiðslu og make up pic.twitter.com/bTM3bO878o
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) November 22, 2017
????????????
Það er nú fokið í flest skjól þegar Gylfi Ægis fordæmir þig #ekkiveraragnar pic.twitter.com/cuK2CJPtFp
— Inga? (@irg19) November 22, 2017
Að gefnu tilefni vil ég árétta að sonur minn heitir Agnar, ekki Ragnar. #ekkiveraragnar
— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) November 21, 2017
https://twitter.com/annarutkri/status/933258112512823296
Hugur minn er hjá öllum þeim sem heita Ragnar en vilja #ekkiveraragnar
— Anna Marsý (@anna_marsy) November 22, 2017
Áslaug Arna er fín vinkona mín. Við erum á öndverðum meiði þegar kemur að pólitík en ég lifi ekki í neinni blekkingu með það að hún er bæði "fine as fuck" og hörku kona. Hún – og við öll erum að sjá sexisma í einu af sínu hreinasta formi í dag. #ekkiveraragnar
— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) November 21, 2017