Auglýsing

Twitter kynnir like-takkann, hjartað kemur í staðinn fyrir stjörnuna

Notendur Twitter ráku upp stór augu í dag þegar samfélagsmiðillinn breytti „favorite“-stjörnunni í hjartalaga like-takka. Breytingarnar eiga að gera Twitter auðveldari í notkun og meira gefandi, samkvæmt bloggfærslu á vef samfélagsmiðilsins.

„Við vitum að stjarnan gat stundum verið ruglandi, sérstaklega fyrir nýtt fólk á Twitter. Manni líkar við ýmislegt en það er ekki allt í uppáhaldi,“ segir í færslunni.

Myndbandið hér fyrir neðan útskýrir breytinguna á myndrænan hátt.

Í bloggfærslunni kemur fram að notendur Vine fái einnig hjartað.

„Hjartað er alþjóðlegt tákn þvert á tungumál, menningarheima og tímabelti. Hjartað gerir okkur kleift að tjá tilfinningar okkar á auðveldan hátt og tengjast fólki. Samkvæmt prófunum okkar var fólk að elska hjartað.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing